Með því að fylla út neðangreint form þá er hægt að bóka alvöru jólasveina í heimsókn. Við komum í heimahús með pakka, fjölskylduboðið, jólaball fyrirtækisins, heimsókn í jólaskóginn í Heiðmörk eða Brynjudal, jólahlaðborðið, skólann, leikskólann, Kiwanis og á alla þá staði sem jólasveinn getur komið og skemmt.
Nauðsynlegt er að fá alvöru jólasvein í heimsókn á jólaballið. Töfrar, skemmtun og sprell er það sem einkennir jólasveinana hjá Skyrgámi.
Af öllum jólasveinaheimsóknum renna 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar.