Panta jólasvein – Reyndustu jólasveinarnir

Hjálparstarf kirkjunnar - logoAf öllum heimsóknum jólasveina Skyrgáms gefur hann 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar. Skyrgámur - jólasveinaþjónustaHvort sem það eru heimsóknir á aðfangadag, til fyrirtækja, leikskóla eða annarra heimsókna. Jólasveinaþjónustu Skyrgáms, hefur frá stofnun, lagt áherslu á að starfa í anda jólanna. Við gefum því 20% af öllum jólasveinaheimsóknum til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hjálparstarfið hefur nýtt peninganna til ýmissa verkefna innanlands og utan. Til dæmis keypt vatnsbrunna í Mósambík og Úganda, stutt skólagöngu barna í Indlandi og veitt örlán og fræðslu til kvenna í fátækustu héruðum Eþíópíu.

Hérlendis er stutt við lyfjakostnað þeirra sem ná ekki endum saman, framhaldsskólamenntun, sumarbúðadvöl og úthlutað matarkortum. Einnig er boðið uppá fjármálaráðgjöf og námskeið, svo fátt eitt sé nefnt.

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms er stolt af stuðningi sínum við Hjálparstarf kirkjunnar.