Jólasveinar í leikskóla

Að fá jólasveina í heimsókn á leikskólann er alltaf jafn vinsælt og vekur upp spennu og gleði.

Reynsla og samfélagsábyrgð

Við erum skemmtilegir, þaulvanir, og uppátækjasamir jólasveinar sem hafa starfað frá árinu 1998, alla tíð höfum við látið 20% af tekjum okkar renna til Hjálparstarfs kirkjunnar og þannig safnað rúmlega 15 milljónum króna til þeirra sem minnst mega sín hérlendis sem erlendis.  

Fagmennska og áræðanleiki 

Hver jól heimsækjum við tugi leikskóla og vitum að jólasveinarnir þurfa að kunna öll jólalög uppá tíu, vera stundvísir og hressir en samt þannig að lítil hjörtu skelfist ekki. 

Við sendum tölvupóst og hringjum á undan okkur til að við séum öll á sömu blaðsíðu. Við bókum ekki og þétt tryggjum að allir fái nægan tíma með jólasveinunum.  

 

Sóttvarnir og snjallar lausnir 

Við búum yfir stórum flokki jólasveina, alla með reynslu úr kennslu, þjálfun, leikjanámskeiðum eða sumarbúðum. Við og eigum því mjög auðvelt að útvega eins marga og þarf til skipta niður í ákveðin sóttvarnarhólf, sé þess er þörf. Við hugsum í lausnum og  höfum við útbúið myndbönd sérstaklega fyrir leikskóla þar sem deildirnar eru nefndar og með nafni os.frv, verið í beinni á Zoom eða haft jólasveinaheimsóknina alfarið utandyra á leiksvæðinu og stundum er farið í gönguferð þar sem jólasveinninn finnst sofandi í nágrenni leikskólans eftir annasaman gjafaleiðangur næturinnar.

  Nafn þess sem pantar (nauðsyn)

  Netfang (nauðsyn)

  Símanúmer tengiliðs á jólaballinu

  Hvaða leikskóli

  Kennitala greiðanda (má skila síðar)

  Dagsetning og tími (nauðsyn)

  Skilaboðin þín

  Síðan 1998 hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar.