Jólasveinar í leikskóla

Að fá jólasveina í heimsókn á leikskólann er alltaf jafn vinsælt og vekur upp spennu og gleði.

Síðan 1998 höfum við hjá Skyrgámi heimsótt leikskóla. Við gefum okkur mikinn tíma í hverri heimsókn enda eru kröfuhörðustu aðdáendur okkar í leikskólanum enda finnst okkur mjög skemmtilegt að kíkja til krakkana í leikskólanum.

Við erum rólegir og yfirvegaðir þegar við mætum á svæðið með smá sprelli. Sum börn eru ekki alveg sátt með okkur enda ekki þeir fríðilegustu að sjá með mikið skegg, rauðar húfur og stundum of mikil læti. Mikilvægt er að koma inn rólega en með skemmtilegum hætti.

Við sýnum töfrabrögð, segjum þeim skemmtilegar sögur sem fanga athygli þeirra. Oft eftir samkomu í sal er farið inná deildir þar sem við spjöllum aðeins meira við krakkana, dreifum svo einhverju til krakkana sem við erum með í pokanum okkar.

Að fá jólasvein í heimsókn í leikskólann er eitthvað sem getur verið í minningum krakkana um allan aldur. Alvöru jólasveinar sem gefa sér tíma, eru góðir og skemmtilegir.

Hin síðari ár hefur færst í vöxt að fá okkur jólasveinana í smá heimsókn þegar börnin eru á leik í garðinum og stuttu seinna komum við svo aftur á jólaballið. Þetta hefur gefið góða raun.

  Nafnið þitt (nauðsyn)

  Netfangið þitt (nauðsyn)

  Símanúmer

  Hvaða leikskóli

  Kennitala greiðanda

  Skilaboðin þín

  Síðan 1998 hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar.