Skyrgámur og bræður koma víða við og stundum komumst við í sjónvarpið. Okkur finnst það gaman og höfum reynt að taka saman þessar klippur. Hér eru nokkur af þeim dæmum sem sýna okkur að störfum.

Eitt myndband gerðum við sjálfir til að sýna hvernig alvöru jólaball er framkvæmt. Við sáum þar um fjöldann af jólasveinum, stjórnanda sem stýrði söng og dansi og síðast en ekki síst komum við með alvöru nammipoka handa stilltum börnum.

 

Hér er myndband sem við gerðum af einu af okkar frábæru jólaböllum

RÚV var með jólavöku desember 2015 og fékk Bjúgnakræki til að heimsækja eina fjölskyldu með fullt af pökkum

Stöð 2 var með frétt um gjöf okkar til Hjálparstarfs kirkjunnar 2014

Hér er Hurðaskellir í strætó 2014

Frétt RÚV árið 2013 um gjöf okkar til Hjálparstarfs kirkjunnar

Frétt RÚV Hurðaskelli í strætó 2013

Frétt RÚV árið 2012

Frétt Mbl.is þegar við bræður klifum Laugarneskirkjuturn 2012