Þjónustuleiðir
Zoom spjall við jólasveinin
Nýjung á Íslandi. Skyrgámur býður uppá að spjalla við jólasveinin í gegnum Zoom vefkerfið. Pantaður er tími með jólasveininum svo börnin geti spjallað við jólasveinin. Spjallið verður einlægt og hafa börnin alla athygli jólasveinsins. Nánari upplýsingar hér.
Jólaball
Alltaf er jólaball klassískt og í því erum við bestir. Við jólasveinarnir heimsækjum fjöldann allan af fyrirtækjum, leikskólum og grunnskólum ár hvert. Einn eða fleiri jólasveinar koma í heimsókn, allt eftir því hve mörg börn vilja hitta okkur. Jólasveinarnir eru góðir söngmenn, kunna lagatextana aftur á bak og áfram og gefa sér góðan tíma í að leyfa foreldrum að smella myndum af sér og börnunum í lok jólaballsins.
Nánari upplýsingar
Óhefðbundnari jólaskemmtanir
Jólasveinarnir hafa gaman því að hitta krakka við fleiri tilefni en jólaböll. Meðal vinsælla verkefna er jólatrésleit í Brynjudal, Heiðmörk og víðar, piparkökubakstur, jóla-bingó, föndur og jólasaga.
Jólasveinn í heimahús
Öllum finnst gaman að fá jólasvein í heimsókn hvor heldur er einn eða fleiri saman þá skemmtum við ungum sem öldnum. Það getur verið fjölskylduboð, barnaafmæli, laufabrauðsgerð, piparkökur eða vinahittingur með börnin. Öll tilefni verða eftirminnilegri með heimsókn jólasveinsins.
Nánari upplýsingar.
Jólaveinar með pakka heim
Við komum með pakka heim handa góðum börnum. Við erum á ferðinni á ákveðnum tíma í þínu hverfi og getum komið hjá ykkur. Við stoppum í 10 mínútur, spjöllum, segjum sögu, syngjum og töfrum eitthvað skemmtilegt.
Jólaball með ballstjórnanda
Það er kúnst að leiða söng, halda uppi aga og góðri stemmningu á jólaballi. Skyrgámur vandar valið þegar þörf er á lifandi tónlist og fumlausri ballstjórn. Ballstjórnendur eru í beinum tengslum við ábyrgðaraðila, mæta fyrir jólaballið, stilla græjur og strengi. Jólaballið hefst svo við vandaðan undirleik, allir þekkja og læra hreyfinganar með dönsunum og í hvaða átt á að ganga! Eftir stutta stund koma svo jólasveinarnir inná jólaballið, syngja, dansa, segja gamansögur og sýna galdra í góðu samspili við ballstjórnandann.
Heimsókn á aðfangadag
Fátt styttir biðina eftir jólunum betur en heimsókn jólasveinanna. Á aðfangadag förum við um höfuðborgarsvæðið og hittum skemmtilega krakka og afhendum þeim pakka frá foreldum. Við komum alltaf tveir saman og stoppum í ca. 10 mín á hverjum stað, segjum sögur, syngjum og umfram allt hlustum á skemmtilegar sögur af eftirvæntingu barnanna.
Nánari upplýsingar
Gefa í skóinn
Við bræður komum við nokkur kvöld í desember og gefum í skóinn hjá þægum börnum. Með þessari nýjung hafa börn náð að upplifa jólasveininn á nýjan og skemmtilegan hátt. Foreldrar leyfa þá börnum sínum að vaka aðeins lengur og saman reyna þau að sjá hvort að jólasveinninn sé ekki í alvörunni til og hvað hann komi með handa þeim þetta kvöldið.
Nánari upplýsingar
Sælgætipokar og gjafir
Skyrgámur útbýr sína eigin sælgætispoka og handvelur það sem börnum þykir gott. Súkkulaði, Pez, sleikjó, M og M, stjörnurúlla, hlaup og karamellur klikka ekki! Við getum líka útvegað aðrar hóflegar gjafir í samráði við skipuleggjendur.
Ratleikir í náttúru höfuðborgarsvæðisins
Á tímum Covid19 þarf að huga að öðruvísi jólaskemmtunum. Við höfum af og til séð um, eða kíkt í heimsókn, í ratleiki í Heiðmörk og Elliðaárdal sem dæmi. Ratleikir sem eru fyrir alla fjölskylduna þar sem jólasveinninn kemur við sögu ásamt einhverju góðgæti. Ratleikir eru frískandi, hressandi og skapa skemmtilegar minningar.
Rafrænar persónulegar kveðjur
Jólasveinar Skyrgáms bjóða uppá rafrænar persónulegar kveðjur til barna á tímum samkomutakmarkana. Jólasveinarnir koma þá með ákveðin skilaboð og kveðjur til barnanna, tala um hve dugleg þau hafa verið í því sem þau hafa verið að gera og kannski fela pakka handa þeim einhvers staðar heima fyrir sem þau eiga svo að leita að. Skemmtileg nýjung sem vert er að skoða. Hentar öllum alls staðar á landinu.
Nánari upplýsingar
Leik- og grunnskólar
Að sjálfsögðu komum við bræður í heimsókn í leik- og grunnskóla. Við heimsækjum tugi leikskóla og grunnskóla fyrir hver jól. Við komum einn eða fleiri saman, erum með smá sprell, söng og gleði. Á leikskólum förum við oftar en ekki inná hverja deild eftir jólaballið og spjöllum aðeins við börnin þar.
Nánari upplýsingar