Fyrirtæki, leikskólar, heimahús, aðfangadagur

Jólasvein á jólaball

Reyndustu jólasveinar landsins, starfað síðan 1998.
Nánar
alls-konar-jolasveinar-hja-skyrgami

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms er ein elsta og reynslumesta jólasveinaþjónusta landsins enda starfað síðan 1998. Hjá okkur starfa yfir 20 þaulreyndir, skemmtilegir og fjörugir jólasveinar.

Allskonar heimsóknir og lausnir

Heimahús

Allt sem viðkemur heimahúsum, fjölskylduboðum, aðfangadegi, pakka dreifingu, zoom spjall

Icon_280x280px_Heimsokn

Fyrirtæki

Við útvegum allt fyrir jólaball fyrirtækisins, bingó-ið, pakkadreifinguna og allt sem tengist jólunum

Jólasveinar kíkja í kirkju

Skólar og kirkjur

Leikskólar, grunnskólar, kirkjur og félög eru með alvöru jólaskemmtanir og er Skyrgámur með allar lausnir

Piparkökur og kakó

Allskonar annað

Bjóðum uppá ýmsan fjölbreytileika, sælgætispoka, leikjastjóra, ballstjórnanda, candyfloss og poppvélar

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms býður uppá allt sem viðkemur góðri jólaskemmtun. Skyrgámur þjónustar fyrirtæki, einstaklinga, heilu fjölskyldurnar, leikskóla, kirkjur, skóla og alla þá sem ætla að halda frábært jólaball eða bara fá jólasvein í heimsókn.

Við bjóðum uppá jólasveinana, tónlistarstjóra til að stjórna dansi og söng, gjöfum í pokann, sal fyrir jólaballið, veitingar og allt það sem þarf.

Skyrgámur hefur starfað síðan 1998 og því er komin áratuga reynsla og erum margir af okkar jólasveinum búnir að vera frá upphafi. Við erum því með fjöldann af reynslumiklum og alvöru jólasveinum. Það er því einfalt mál að færa til jólaballið ef eitthvað kemur uppá.

mynd-two-labba

" Skyrgámur.is gefur 20% af öllum jólasveinaheimsóknum til Hjálparstarfs kirkjunnar "

jolasveinar-a-jolaballid

Jólasveinar á jólaballið

Jólasveinn að spjalla við gesti jólaballsins

Jólasveinn að spjalla við gesti jólaballsins

Jólasveinar á jólaball er frábær skemmtun. Við hjá Skyrgámi höfum yfir 20 ára reynslu og komum á allar jólaskemmtanir. Jólaskemmtun getur verið frá því að fjölskyldan fær til sín einn jólasvein í stutta heimsókn, eða 1000 manna fyrirtæki fær til sín 13 jólasveina á jólaballið þar sem tónlistarstjóri stjórnar dansi og söng.

Á annað hundrað fyrirtæki velja Jólasveinaþjónustu Skyrgáms ár hvert til að sjá um jólaballið. Jólasveinar eða jólasveinn koma á jólaballið og skemmta krökkum og fullorðnum.

Alvöru jólasveinar á alvöru jólaball. Erum með allt sem þarf, jólasveina, tónlistarstjóra, nammi, græjur og sal undir ballið.

Höfum á okkar snærum alvöru jólasveina og tónlistarstjóra til að stjórna og sjá um alvöru jólaball fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Sjáum um jólaböllin fyrir eina af 3 stærstu vinnustaðum landsins. Tónlist, dans, leikur og gleði ríkja.

Hafðu samband við Jólasveinaþjónustu Skyrgáms á netfangið skyrgamur@skyrgamur.is

Jólaball, jólasveinar, tónlist, piparkökubakstur, grýla, leppalúði, skyrgámur, stúfur og allir aðrir kíkja í heimsókn.

Jólasveinaheimsókn, aðfangadagur, jólaskemmtun og fleira í þeim dúr.

 

Af öllum heimsóknum jólasveinsins rennur 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar.

um-okkur

Um okkur

Hvað gerir jólasveinaþjónusta Skyrgáms?

Skyrgámur og bræður útvega skemmtikrafta á jólaskemmtanir og öll tilefni sem jólasveina er þörf. Frá stofnun árið 1998 hefur Skyrgámur ehf  stjórnað á sjötta þúsund jólaskemmtunum. Mikil reynsla og þekking hefur skapast á tímabilinu. Eigendur þjónustunnar eru Bendt Bendtsen og Guðni Már Harðarson.

Skyrgámur hefur skapað sér hóp traustra og ánægðra viðskiptavina sem samanstendur af fjölmörgum fyrirtækjum, leikskólum, einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum. Jólasveinaþjónustan býður uppá heildarlausn fyrir skipuleggjendur jólaballa.

Jólaglaðningur SkyrgámsHeildarlausnir geta samanstaðið af sal, veitingum, tónlistarstjóra og ballstjóra, forsöngvara, hljóðkerfi, sælgæti, skemmtikrafta og allt sem hver óskar til þess að jólaballið verði fullkomið. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur frá upphafi tekið þá stefnu að starfa í anda jólanna og hafa gaman að hlutunum.

Starfsmenn Skyrgáms hafa allir mikla reynslu af leiklist og starfi með börnum, ýmist á leikjanámskeiðum, við íþróttaþjálfun, í barnastarfi kirkjunnar eða í sumarbúðum. Jólasveinarnir geta komið einn eða fleiri, á hvers kyns jólaskemmtanir, spjallað við börnin, sagt sögur, sýnt galdra, leikið á hljóðfæri og sungið.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í samstarfi við Jólasveinaþjónustu Skyrgáms allt frá stofnun þjónustunnar.
Til að leggja sitt af mörkum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms frá upphafi látið 20% af veltu jólasveinaþjónustunnar renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Samtals hafa rúmar 15.000.000 króna runnið til fjölbreyttra verkefna. Verkefni eins og til  bágstaddra í Indlandi og Mósambík, í innanlandsaðstoð og fræðsluefni fyrir fermingarbörn.