Stekkjastaur kemur fyrsturJólaveinar í heimahús

Jólasveinar koma í heimsókn í heimahúsin, í jólaboðið, fjölskylduboðið, til afa og ömmu, mömmu og pabba. Þar sem börn eru samankomin og vilja fá jólasveina – þar komum við.

Í hverri heimsókn kemur alvöru jólasveinn með pokann sinn, segir sögur, sprellar, töfrar og hefur gaman. Hver heimsókn er í 20-30 mínútur, allt eftir stemmningu hverju sinni. Allir hafa gaman af heimsókn jólasveinsins, ungir sem aldnir. Gjafirnar í pokana okkar geta verið okkar frábæru jólaglaðningar sem innihalda sælgæti eða gjafir sem gestgjafinn fær að setja í pokann okkar. Allt eftir óskum hvers og eins. Verð fyrir hverja heimsókn er kr. 18.000,- og rennur 20% af því til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Með þessari þjónustu er hægt að panta jólasveinin á hvaða degi sem er, nánast hvenær sem er. Við eigum yfirleitt alltaf lausa tíma þar sem við erum svo margir.

Endilega fyllið út formið hér að neðan til að panta heimsókn alvöru jólasveins heim.

 

Einnig bjóðum við uppá styttri heimsóknir frá tveimur jólasveinum á ákveðnum dögum í þínu hverfi og kostar sú þjónusta 12.500,- kr. Við látum vita nokkrum dögum áður hvenær von er á okkur í heimsókn.

 

[contact-form-7 id=”40725″ title=”Heimsókn í heimahús”]