Jólasveinaþjónusta Skyrgáms er ein elsta og reynslumesta jólasveinaþjónusta landsins enda starfað síðan 1998. Hjá okkur starfa yfir 20 þaulreyndir, skemmtilegir og fjörugir jólasveinar.

Allskonar annað
Bjóðum uppá ýmsan fjölbreytileika, sælgætispoka, leikjastjóra, ballstjórnanda, candyfloss og poppvélar
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms býður uppá allt sem viðkemur góðri jólaskemmtun. Skyrgámur þjónustar fyrirtæki, einstaklinga, heilu fjölskyldurnar, leikskóla, kirkjur, skóla og alla þá sem ætla að halda frábært jólaball eða bara fá jólasvein í heimsókn.
Við bjóðum uppá jólasveinana, tónlistarstjóra til að stjórna dansi og söng, gjöfum í pokann, sal fyrir jólaballið, veitingar og allt það sem þarf.
Skyrgámur hefur starfað síðan 1998 og því er komin áratuga reynsla og erum margir af okkar jólasveinum búnir að vera frá upphafi. Við erum því með fjöldann af reynslumiklum og alvöru jólasveinum. Það er því einfalt mál að færa til jólaballið ef eitthvað kemur uppá.