Jólasveinn í fyrirtæki

Jólabingó

Frábær lausn á Covid tíma

Jólasveinar stjórna rafrænu bingó-i þar sem gleði, spenna, vinningar og fjör mætast í gegnum vefinn. Við sjáum um tæknimálin, vinninga og gleðina. Einföld og skemmtileg lausn til að hitta á jólasveinana.

Icon_280x280px_Heimsokn

Jólaskógur

Útivera með heitu kakó

Fólk kemur saman í skógarlundi þar sem boðið verður uppá heitt kakó, piparkökur, leiki og svo koma jólasveinar í heimsókn með sprell og gleði.
Frábær lausn fyrir fjölskyldur að koma saman í rólegri gleði- og ævintýrastund.

Allskonar heimsóknir og lausnir

Jólasveinar með pakka heim

Við komum til ykkar

Fyrirtæki hafa pantað sveinka í heimsókn til barna starfsmanna og heilsa uppá þau. Spjalla, syngja og heyra hvað þau hafa að segja. Komum með pakka eða gotterí í pokanum handa frábærum börnum.
Eftirminnileg heimsókn.

Zoom jólastund Skyrgáms_myndskr_9des2020

Hitta jólasvein rafrænt

Hittingur í gegnum zoom

Jólasveinar kunna á tæknina þótt þeir séu gamlir. Að hitta börn í gegnum Zoom hefur slegið í gegn. Einlæg samtöl þar sem börn hitta alvöru jólasvein og fá að spjalla um heima og geima.
Fyrirtæki geta boðið uppá spjall með jólasveininum fyrir börn starfsmanna.

    Nafnið þitt

    Netfangið (þarf að vera)

    Fyrirtæki (þarf að vera)

    Símanúmer:

    Skilaboðin þín til okkar