Í ættarboðið, jóladag, annan í jólum, alla aðra daga
Að fá jólasvein í fjölskylduboðið er frábær leið til að gleðja unga sem aldna. Við segjum sögur, syngjum, dönsum í kringum jólatréð, töfrum og við getum komðið gjafir handa þeim yngstu – eða fengið eitthvað í pokann okkar til að gefa.
Klassísk heimsókn á aðfangadag
Fátt styttir biðina eftir jólunum betur en heimsókn jólasveinanna. Á aðfangadag förum við um og hittum skemmtilega krakka með pakka. Við komum alltaf tveir saman og stoppum í ca. 10 mín, segjum sögur, syngjum og umfram allt hlustum á skemmtilegar sögur barnanna. Heimsókn á aðfangadag hittir alltaf í mark.
Einföld heimsókn með pakka
Jólasveinn kemur heim með pakka handa góðum börnum. Jólasveinninn stoppar í ca. 10 mínútur, spjallar, segir sögur, syngur og töfrar eitthvað skemmtilegt. Hugljúf heimsókn sem verður rifjuð upp um aldur og ævi.
Einlægt myndspjall við jólasveininn
Að spjalla við jólasvein í gegnum Zoom er frábær nýjung sem hefur slegið í gegn. Spjallið verður einlægt og hafa börnin alla athygli jólasveinsins. Þau hafa margt að segja og finnst gaman að spjalla. Gaman rétt fyrir svefninn.
Hægt að horfa aftur og aftur
Jólasveinar Skyrgáms bjóða uppá rafrænar persónulegar kveðjur til barna. Jólasveininn sendir þá stutt myndband með ákveðin skilaboð og kveðjur til barnanna. Talar um hve dugleg þau hafa verið og kannski er falinn pakki handa þeim einhvers staðar sem þú geta fundið. Hægt að horfa á aftur og aftur – hvar sem er.
Fullorðins húmor
Við erum ekki bara í heimsóknum þar sem börnin eru og finnst okkur einnig gaman að kíkja í heimsókn í jólaboðið án barna. Sendu okkur línu og við sendum skemmtilegan jólasvein með uppistand.