Jólasvein í fjölskylduboðið

Heimsókn í jólaboðið kr. 22.000,- 

Það er alltaf gaman að fá jólasveina í heimsókn í jólaboðið hvort sem það er stórfjölskyldan eða nokkrir vinir sem koma saman. Þar
sem börn eru samankomin og vilja fá jólasveina – þar komum við.

Það lyftir og brýtur upp boðið með því að fá frábæran skemmtikraft sem jólasveinninn er. 

Í hverri heimsókn kemur alvöru jólasveinn með pokann sinn, segir sögur, sprellar, töfrar og hefur gaman. Hver heimsókn er fullkomin að lengd, allt eftir stemmningu hverju sinni. Allir hafa gaman af heimsókn jólasveinsins, ungir sem aldnir. Gjafirnar sem við komum með geta verið okkar frábæru jólaglaðningar sem innihalda sælgæti eða gjafir sem okkur er útvegað. Allt eftir óskum hvers og eins. 

Af hverri heimsókn renna 20% af því til Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Hægt er að panta panta heimsókn jólasveinsins hvenær sem er, hvaða dag sem er. Við erum svo margir og því eigum við alltaf lausa tíma í heimsókn. 

Sendu okkur línu og pantaðu heimsókn jólasveins í jólaboðið. Við erum alltaf klárir í heimsókn.

Við bjóðum líka uppá heimsóknir á aðfangadag