Heimsókn á aðfangadag

Það er alltaf gaman að bíða spenntur eftir heimsókn jólasveinanna á aðfagandag. Stytta biðina eftir kvöldinu. Heimsókn okkar bræðra gleðja alla, börn og fullorðna. Söngur, spjall, töfrar, gjafir og sprell gleður kemur alltaf með okkur. 

Við bjóðum uppá heimsóknir á aðfangadag og höfum gert síðan 1998 og hægt er að velja um ákveðinn tíma eða við komum einhvern tíman á bilinu 10.30 og 14 á aðfangadag. 

Stytta biðina eftir jólunum

 

 

Við erum tveir saman á ferðinni á aðfangadag frá klukkan 10 og til að verða klukkan 14. 

Við förum svo á milli staða í þeirri röð sem hentar okkur þann daginn. Við látum fólk vita nokkrum dögum áður hvenær von er á okkur í heimsókn til ykkar. Við hringjum svo áður en við mætum á svæðið, til að láta vita af okkur.

Heimsóknir á aðfangadag hafa alltaf verið stærsti og skemmtilegasti dagur ársins síðan 1998. Við förum saman í 2ja jólasveina teymum og því möguleiki að heimsækja fullt af heimilum. 

Heimsókn jólasveina á aðfangadag er minning sem lifir.

Af hverri heimsókn renna 20% af því til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Við gefum ykkur tímann sem við komum í heimsókn og er verðið kr. 17.000,-

Fá jólasvein í jólagrautinn

 

Það er alltaf gaman að fá jólasveina í heimsókn í jólaboðið hvort sem það er stórfjölskyldan eða nokkrir vinir sem koma saman. Þar
sem börn eru samankomin og vilja fá jólasveina – þar komum við.

Það lyftir og brýtur upp boðið með því að fá frábæran skemmtikraft sem jólasveinninn er. 

Þegar boðið er í jólaboð, þá skiptir máli hvenær jólasveinninn kemur í heimsókn. Það er ekki hægt að láta boðið bíða eftir sveinka. 

Í hverri heimsókn kemur alvöru jólasveinn með pokann sinn, segir sögur, sprellar, töfrar og hefur gaman. Allir hafa gaman af heimsókn jólasveinsins, ungir sem aldnir. 

Gjafirnar sem við komum með geta verið okkar frábæru jólaglaðningar sem innihalda sælgæti eða gjafir sem okkur er útvegað. Allt eftir óskum hvers og eins. 

Af hverri heimsókn renna 20% af því til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Verð fyrir jólasvein á fyrirfram ákveðnum tíma á aðfangadag er kr. 26.000,-

Sendu okkur línu og pantaðu heimsókn jólasveins á aðfangadag. Við erum alltaf klárir í heimsókn.