Ýmsar þjónustur

Við hjá Skyrgámi komum í alls kyns heimsóknir með gleði og skemmtilegheitum. Hér eru nokkur dæmi

Öllum finnst gaman að fá jólasvein í heimsókn og skemmtum við ungum sem öldnum. Hvort heldur það er fjölskylduboð, barnaafmæli, laufabrauðsgerð, piparköktur eða vinahittingur með börnin þá verða öll tilefni eftirminnilegri með heimsókn jólasveinsins.

Um jólin hittast fjöskyldur, snæða, ræða og rifja upp minningar. Vinsælt er að fá okkur í heimsókn og sprella aðeins með ungum sem öldnum. Hvort sem það er sunnudagur, fimmtudagskvöld eða annar í jólum, við kíkjum í heimsókn.

Við jólasveinarnir heimsækjum fjöldann allan af fyrirtækjum ár hvert. Jólasveinarnir koma einn eða fleiri, allt eftir því hve mörg börn vilja hitta okkur. Jólasveinarnir eru góðir söngmenn, kunna lagatextana aftur á bak og áfram og gefa sér góðan tíma í að leyfa foreldrum að smella myndum af sér og börnunum í lok jólaballsins.

Heimsókn jólasveinsins í leikskóla er hápunktur allra. Við gefum okkur tíma í hverja heimsókn, förum inná deildir eftir jólaball ef þess er óskað og spjöllum við krakkana.

Við bræður komum við nokkur kvöld í desember og gefum í skóinn hjá þægum börnum. Með þessari nýjung hafa börn náð að upplifa jólasveininn á nýjan og skemmtilegan hátt.

Jólasveinarnir hafa gaman því að hitta krakka við fleiri tilefni en jólaböll. Meðal vinsælla verkefna er jólatrésleit skógum eins og í Brynjudal, Heiðmörk og víðar, piparkökubakstur, jóla-bingó, föndur og jólasaga.

Jólaveinaþjónusta Skyrgáms er í samstarfi með KFUM á Holtavegi og býður uppá stórglæsilega fullbúinn sal fyrir jólaball allar helgar í desember.

 

Það er kúnst að leiða söng, halda uppi aga og góðri stemmningu á jólaballi. Skyrgámur vandar valið þegar þörf er á lifandi tónlist og fumlausri ballstjórn og útvegar allar græjur sem til þarf.

Fátt styttir biðina eftir jólunum betur en heimsókn jólasveinanna. Á aðfangadag förum við um höfuðborgarsvæðið og hittum skemmtilega krakka og afhendum þeim pakka frá foreldum. Við komum alltaf tveir saman segjum sögur, syngjum og umfram allt hlustum á skemmtilegar sögur af eftirvæntingu barnanna.

 

Skyrgámur útbýr sína eigin sælgætispoka og handvelur það sem börnum þykir gott. Súkkulaði, Pez, sleikjó, M og M, stjörnurúlla, hlaup og karamellur klikka ekki! Við getum líka útvegað aðrar hóflegar gjafir í samráði við skipuleggjendur.