Jólasveinar í heimsókn á aðfangadag – heimsókn

17.500kr.

Allir jólasveinarnir eru á ferðinni á aðfangadag frá klukkan 10 um morguninn og til að verða 14. Við förum svo á milli staða í ákveðinni röð eftir búsetu hvers og eins. Við látum vita nokkrum dögum áður hvenær von er á okkur í heimsókn. Við hringjum svo áður en við mætum á svæðið, til að láta vita af okkur og fá frekari upplýsingar eins og hvar pakkana er að finna.

Heimsóknir á aðfangadag hafa alltaf verið stærsti og skemmtilegasti dagur ársins síðan 1998. Við erum allir jólasveinarnir á ferðinni og því möguleiki að heimsækja fullt af heimilum. Heimsókn jólasveina á aðfangadag er minning sem lifir.

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Jólasveinar á aðfangadag með pakka handa öllum stilltum börnum. Öllum börnum finnst skemmtilegt og eftirminnilegt að fá slíka heimsókn. Á hverjum aðfangadegi jóla heimsækjum við tugi heimila. Jólasveinarnir gefa pakka sem foreldrar útvega, syngjum saman, segjum sögur og umfram allt spjöllum við börnin. Við bræður erum alltaf tveir saman og þannig myndast skemmtileg stemmning.

Hver heimsókn er í kringum 10 mínútur og er nægur tími í spjall og glens.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Jólasveinar í heimsókn á aðfangadag – heimsókn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *