Okkur finnst skemmtilegast að heimsækja börnin og spjalla við þau. Hvort sem þið viljið fá jólasvein í heimsókn með pakka handa börnunum á heimilið eða í stóra jólaboð ættarinnar þá kíkjum við í heimsókn. Við höfum því ýmsar útfærslur á heimsóknum til að hitta börnin.

Fjölskylduboðið - ættarmótið

Frábær leið til að brjóta upp fjölskylduboðið er að fá alvöru jólasveina í heimsókn sem koma og hitta börn og fullorðna. Gamanmál, söngur, töfrar og kannski gjafir handa þeim yngstu.

Zoom spjall

Skyrgámur býður uppá að spjalla við jólasveinin í gegnum Zoom vefkerfið. Pantaður er tími með jólasveininum svo börnin geti spjallað við jólasveinin. Spjallið verður einlægt og hafa börnin alla athygli jólasveinsins.

Nánar um Zoom spjall og til að panta

Heimsókn í heimahús

Við komum heim með pakka handa góðum börnum. Við stoppum í 10-15 mínútur, spjöllum, segjum sögu, syngjum og töfrum eitthvað skemmtilegt. Skemmtileg heimsókn sem verður rifjuð upp um aldur og ævi.

Jólasveinn í heimsókn í heimahús

Heimsókn á aðfangadag

Fátt styttir biðina eftir jólunum betur en heimsókn jólasveinanna. Á aðfangadag förum við um höfuðborgarsvæðið og hittum skemmtilega krakka og afhendum þeim pakka frá foreldum. Við komum alltaf tveir saman og stoppum í ca. 10 mín á hverjum stað, segjum sögur, syngjum og umfram allt hlustum á skemmtilegar sögur af eftirvæntingu barnanna.

Heimsókn á aðfangadag

Gefa í skóinn

Við bræður komum við nokkur kvöld í desember og gefum í skóinn hjá þægum börnum. Með þessari nýjung hafa börn náð að upplifa jólasveininn á nýjan og skemmtilegan hátt. Foreldrar leyfa þá börnum sínum að vaka aðeins lengur og saman reyna þau að sjá hvort að jólasveinninn sé ekki í alvörunni til og hvað hann komi með handa þeim þetta kvöldið.

Frekari upplýsingar og panta Gefa í skóinn

Rafrænar persónulegar kveðjur

Jólasveinar Skyrgáms bjóða uppá rafrænar persónulegar kveðjur til barna á tímum samkomutakmarkana. Jólasveinarnir koma þá með ákveðin skilaboð og kveðjur til barnanna, tala um hve dugleg þau hafa verið í því sem þau hafa verið að gera og kannski fela pakka handa þeim einhvers staðar heima fyrir sem þau eiga svo að leita að. Skemmtileg nýjung sem vert er að skoða. Hentar öllum alls staðar á landinu.

Nánar um og panta Rafræn kveðja

Jólaboð fullorðina

Við erum ekki bara í heimsóknum þar sem börnin eru og finnst okkur einnig gaman að kíkja í heimsókn í jólaboðið án barna.