Jólaböll
V ið jólasveinarnir heimsækjum fjöldann allan af fyrirtækjum ár hvert. Allt frá jólatrésleit í Brynjudal, Heiðmörk eða víðar, piparkökubakstur, jóla-bingó, föndur og að sjálfsögðu á jólaballið sjálft. Jólasveinarnir getum komið einn eða fleiri, allt eftir því hve mörg börn vilja hitta okkur hverju sinni. Ballstjórnandinn okkar getur líka komið á undan og byrjar ballið, stjórnað síðan söng og dansi á jólaballinu.

Leik- og grunnskólar
V ið bræður komum í heimsókn bæði í leikskóla og grunnskóla, á höfuðborgarsvæðinu eða nágrannasveitarfélögum. Okkar kröfuhörðustu aðdáendur eru að finna í leik- og grunnskólum og því eru þetta mjög skemmtilegar heimsóknir.

Heimsóknir í heimahús
Ö llum finnst gaman að fá jólasvein í heimsókn og jólasveinunum finnst mjög gaman að koma í heimsókn í heimahús. Við komum einir eða tveir saman og skemmtum ungum sem öldnum eins og okkur er einum vísum til. Margir fá okkur til þess að koma og skemmta með stórfjölskyldum en sumir í barnaafmæli ef svo ber undir.

Aðfangadagur
Á aðfangadag förum við um bæinn og hittum skemmtilega krakka og afhendum þeim pakka frá foreldum. Við komum alltaf tveir saman og stoppum í ca. 10 mín á hverjum stað, segjum sögur, syngjum og umfram allt hlustum á skemmtilegar sögur barnanna. Myndartaka með jólasveininum á aðfangadag gleður alltaf.

Setja í skóinn
B ræður komum við nokkur kvöld í desember og gefum í skóinn hjá þægum börnum. Með þessari nýjung hafa börn náð að upplifa jólasveininn á nýjan og skemmtilegan hátt. Foreldrar leyfa þá börnum sínum að vaka aðeins lengur og saman reyna þau að sjá hvort að jólasveinninn sé ekki í alvörunni til og hvað hann komi með handa þeim þetta kvöldið.