Jólasveinar á aðfangadag með pakka handa öllum stilltum börnum. Öllum börnum finnst skemmtilegt og eftirminnilegt að fá slíka heimsókn. Á hverjum aðfangadegi jóla heimsækjum við tugi heimila og hundruðir barna. Jólasveinarnir gefa pakka sem foreldrar útvega, syngjum saman, segjum kannski eina sögu og umfram allt spjöllum við börnin. Spyrjum hvernig börnin hafi það, hvað þau hafi verið að gera og hlustum á hvað þau hafa að segja. Við bræður erum alltaf tveir saman og þannig myndast skemmtileg stemmning.

Heimsóknir á aðfangadag hafa alltaf verið stærsti og skemmtilegasti dagur ársins síðan 1998. Við erum allir jólasveinarnir á ferðinni og því möguleiki að heimsækja fullt af heimilum.

 

Hægt er að velja um ákveðinn tíma, eða fá okkur í heimsókn einhvern tíman milli kl. 10 og 14, við látum vita með nánari tímasetningu og er það því ódýrari kostur en að panta ákveðinn tíma.

Ákveðinn tími

þegar þér hentar
24.000kr.
 • Þú velur tímasetningu
 • Hentar vel í fjölskylduboðið
 • Hver heimsókn ca. 20 mín.
 • 20% til Hjálparstarfs kirkjunnar
 • Einn jólasveinn mætir og kætir

Klassísk heimsókn

við látum vita hvenær við komum
15.500kr.
 • Erum á ferðinni milli 10 - 14
 • Hver heimsókn ca. 10 mín
 • Tveir jólasveinar mæta
 • Látum vita hvenær við komum
 • Styttir biðina
 • 20% til Hjálparstarfsins