Það er kúnst að leiða söng, halda uppi aga og um leið góðri stemmningu á jólaballi. Skyrgámur vandar valið þegar þörf er á lifandi tónlist og fumlausri ballstjórn. Á okkar snærum höfum við leikarann og tónlistarmanninn Þorleif Einarsson, djasspíanistann Árna Heiðar Karlsson og söngkonuna Siggu Beinteins. Ballstjórnendur eru í beinum tengslum við ábyrgðaraðila, mæta áður jólaballið byrjar til að stilla græjur og strengi. Það er góð tilfinning að heyra jólaballið byrja við vandaðan undirleik þar sem allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Fagfólk sem þekkir og kennir hreyfingarnar og í hvaða átt á að ganga og í hvað mörgum hringjum!

Eftir stutta stund koma svo jólasveinarnir inná jólaballið og syngja, dansa, segja gamansögur og sýna galdra í góðu samspili við ballstjórnandann. Þau sem þekkja það að hafa ballstjórnanda snúa aldrei tilbaka!